Stefán Ólafsson ritaði grein í Morgunblaðið í vikunni undir fyrirsögninni „Bankarnir stórhækka raunvexti húsnæðislána”.

Stefán Ólafsson ritaði grein í Morgunblaðið í vikunni undir fyrirsögninni „Bankarnir stórhækka raunvexti húsnæðislána”.

Stefán segir að þar sem stýrivextir hafi ekki lækkað í takt við verðbólgu hafi bankarnir gengið á lagið og hækkað vexti húsnæðislána til heimilanna stórlega. Með því séu stjórnendur þeirra að undirstrika það að þeir séu ekki hluti af samfélaginu heldur hluti af yfirstétt sem hirðir ekkert um hag viðskiptavina sinna eða um samfélagið yfirleitt. Þeir lifi í hliðarveruleika við þjóðina.

„Bankarnir sýna samfélaginu fingurinn,“ skrifar Stefán, sem undir greininni titlar sig sem prófessor emeritus við HÍ og sérfræðing hjá Eflingu.

Nú vill svo til að Stefán er líka stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs. Fyrir aðeins rétt rúmum tveimur vikum sýndi sjóðurinn samfélaginu „fingurinn" þegar tilkynnt var um vaxtahækkun á verðtryggðum lánum.

Þegar Stefán ritaði greinina hefur hann líklega verið í hliðarveruleika við sjálfan sig – hliðarveruleika við stjórnarformann Gildis, yfirstéttarmanninn, sem hirðir ekkert um samfélagið.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.