Kristrún Frostadóttir, eina formannsefni Samfylkingarinnar, sagðist vilja auka fjárframlög til heilbrigðismála í viðtali við Andrés Magnússon í Dagmálum sem birt var í gær.

Kristrún vill meina að vandi heilbrigðiskerfisins stafi öðru fremur af fjármagnsskorti, en aðspurð hvort ekki væri þörf á uppstokkun í heilbrigðiskerfinu, svaraði hún því að hana skorti þar þekkingu og betra væri að sérfræðingar svöruðu því.

***

Það er glórulaust að ætla að auka fjárframlög á þeirri forsendu að reksturinn gangi illa. Ef rekstur fyrirtækis gengur illa, er venjulega byrjað á að skoða hvað má betur fara, áður en farið er fram á hlutafjáraukningu eða frekari skuldasöfnun. En Kristrún hefur víst ekki sérfræðiþekkingu á rekstri og vill hún því halda áfram að dæla vatni í leka fötu.

Nú, Kristrún þarf tæpast að vaða yfir lækinn til að sækja vatnið. Hún þarf ekki að líta lengra en til sérfræðingsins Björns Zoëga sem hefur lengi vel bent á að vandinn felist ekki í fjármögnun heldur meðferð fjár. McKinsey vann aukinheldur skýrslu um málið þar sem fram kom að framleiðni starfsfólks á klínískri þjónustu hafi dregist saman samhliða gegndarlausri fjölgun skrifstofufólks og millistjórnenda. Það er afar óábyrgt af Kristrúnu að halda því fram að fjármögnun sé vandinn og segjast vilja auka framlög, án þess að vera búin að leiða hugann að því í hvað féð færi, hvernig farið yrði með það og hvað á að skera niður á móti.

Týr er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 18. ágúst 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði