Ný­lega úr­skurðaði Hug­verka­stofan í tveimur málum er varða vöru­merkið ICELANDIA.

Niður­staða málanna er á­huga­verð í ljósi þess að for­svars­maður fé­lagsins Icelandia ehf. hefur um skeið farið mikinn í fjöl­miðlum um meintan einka­rétt á notkun orðsins Icelandia í at­vinnu­starf­semi og meðal annars sakað um­bjóðanda minn um marg­vís­leg brot gegn meintum réttindum hans og fé­lagsins. Fé­lagið Icelandia ehf. tók upp firma­heitið Icelandia ehf. í febrúar 2022, en hét áður Blu­elandia ehf. Starf­semi fé­lagsins sam­kvæmt fyrir­tækja­skrá Skattsins felst aðal­lega í fram­leiðslu á drykkjar­vörum af ýmsu tagi.

Niður­staða beggja mála er fé­laginu Icelandia ehf. í óhag eins og við var að búast og því á­huga­vert að tæpa að­eins á helstu at­riðum beggja mála.

Annars vegar er um að ræða kröfu um­bjóðanda míns, Ferða­skrif­stofu Kynnis­ferða ehf., um niður­fellingu skráningar vöru­merkisins Icelandia. Um er að ræða vöru­merki, svo­kallað orð- og mynd­merki, sem var skráð árið 1991 fyrir nánar til­teknar drykkjar­vörur.

Vöru­merki eru á­vallt skráð fyrir á­kveðnar vörur og þjónustu í sér­stökum flokkum og einka­réttur eig­anda merkisins tak­markast við þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir.

Þá veitir skráning orð- og mynd­merkis, eins og í þessu til­viki, eig­anda merkisins einka­rétt á notkun merkisins í at­vinnu­starf­semi fyrir hinar skráðu vörur, en að­eins í ná­kvæm­lega þeirri út­færslu sem skráð er og að­eins hér á Ís­landi. Skráningin í þessu til­felli veitir því ekki einka­rétt á notkun orðsins Icelandia einu og sér.

Vöru­merkja­lög á­skilja að eig­andi skráðs vöru­merkis þarf að hefja notkun þess innan fimm ára frá því að skráningar­ferli lauk eða á fimm ára tíma­bili áður en niður­fellingar­krafa er lögð fram.

Sönnunar­byrðin fyrir vernd merkisins snýst því við og það er á á­byrgð eig­anda merkisins að sýna fram á notkun í sam­ræmi við á­kvæði laganna. Í því máli sem hér um ræðir tókst eig­anda merkisins, Icelandia ehf., ekki að sýna fram á nein gögn um notkun merkisins, hvorki á síðustu fimm árum áður en krafan um niður­fellingu var lögð fram, né nokkra notkun á skráningar­tíma­bilinu í heild. Hug­verka­stofan féllst því á kröfu um­bjóðanda míns og felldi skráningu merkisins úr gildi með úr­skurði þann 31. janúar síðast­liðinn.

Hins vegar er um að ræða mál er varðar vöru­merki um­bjóðanda míns, orð­merkið KYNNIS­FERÐIR ICELANDIA, en merkið var skráð í júní 2023 fyrir ferða­þjónustu í flokki 39. Icelandia ehf. lagði fram and­mæli gegn skráningu merkisins.

And­mælin byggðu á því að skráningin skapaði ruglings­hættu við nokkur skráð merki and­mælanda sem inni­halda orðið ICELANDIA, sem og því að Icelandia ehf. ætti betri rétt til vöru­merkisins ICELANDIA á grund­velli notkunar. Hug­verka­stofan komst að niður­stöðu í málinu með úr­skurði þann 14. febrúar síðast­liðinn.

Hug­verka­stofan féllst ekki á að Icelandia ehf. ætti nokkurn rétt til merkisins á grund­velli notkunar, þar sem engin gögn um notkun voru lögð fram af hans hálfu undir með­ferð málsins. Þá taldi Hug­verka­stofan, þrátt fyrir að orðið ICELANDIA kæmi fram í ýmsum merkjum and­mælanda, að orðið sem slíkt skorti sér­kenni og að­greiningar­hæfi og teldist lýsandi. Ruglings­hætta væri því ekki fyrir hendi og skráning merkisins KYNNIS­FERÐIR ICELANDIA skyldi halda gildi sínu.

Af framan­greindu verður ráðið að um­bjóðandi minn er í fullum rétti til að nota vöru­merkið ICELANDIA, enda á fé­lagið Icelandia ehf. og aðilar tengdir því fé­lagi engan vöru­merkja­rétt til orðsins. Um­bjóðandi minn hefur því ekki á nokkurn hátt brotið gegn meintum vöru­merkja­rétti Icelandia ehf., þar sem hann er ein­fald­lega ekki til staðar.

Af gefnu til­efni er enn­fremur rétt að taka fram að firma­heiti og vöru­merki er ekki sami hluturinn og réttindin sem í þeim felast eru af ó­líkum toga. Þá gilda ólík lög um firma­heiti og vöru­merki, auk þess sem mis­munandi stjórn­völd hafa eftir­lit með og fram­fylgja þeim lögum sem um ræðir, Fyrir­tækja­skrá Skattsins hvað varðar firma­heiti og Hug­verka­stofan í til­viki vöru­merkja. Hvergi er kveðið á um skyldu fyrir­tækja í at­vinnu­rekstri að firma­heiti þeirra og vöru­merki sem notað er til auð­kenningar á starf­seminni sé hið sama. Þekkjast þess enda fjöl­mörg dæmi hér­lendis þar sem firma­heiti fé­lags er eitt en vöru­merki sem notað er um starf­semina er allt annað.

Vissu­lega getur verið sam­spil á milli þessara réttinda. Sam­kvæmt á­kvæðum vöru­merkjalaga má ekki skrá vöru­merki ef í merkinu felst eitt­hvað sem gefur til­efni til að ætla að átt sé við heiti á virkri at­vinnu­starf­semi. Skil­yrði fyrir beitingu á­kvæðisins, eins og endra­nær, er að um líka eða svipaða starf­semi sé að ræða til að ruglings­hætta sé fyrir hendi. Við mat á því hvort ruglings­hætta sé á milli vöru­merkis og heitis á at­vinnu­starf­semi skiptir megin­máli að heiti starf­seminnar hafi sér­kenni og að­greiningar­hæfi, að vöru­merkið sé eins eða líkt heiti starf­seminnar og að tengsl séu milli þess sviðs sem fyrir­tækið starfar á og þeirrar vöru eða þjónustu sem vöru­merkið óskast skráð fyrir. Firma­réttur getur því aldrei komið í veg fyrir að annar stofni til vöru­merkja­réttar yfir sama eða líku heiti þegar starf­semin er ólík, líkt og er til­fellið hér. Auk þess hefur Hug­verka­stofan komist að þeirri niður­stöðu að orðið ICELANDIA upp­fylli ekki skil­yrði vöru­merkjalaga um sér­kenni og að­greiningar­hæfi eitt og sér. Notkun um­bjóðanda míns á vöru­merkinu ICELANDIA brýtur því ekki með nokkrum hætti gegn rétti Icelandia ehf. sem eig­anda firma­heitisins.

Báðir úr­skurðir og greinar­gerðir aðila eru að­gengi­legir í heild sinni á vef­síðu Hug­verka­stofunnar.

Höfundur er lög­maður á LEX og gætir hags­muna Ferða­skrif­stofu Kynnis­ferða ehf., sem starfar undir vöru­merkinu ICELANDIA