Fram hefur komið í fréttum að arðsemi íslensku viðskiptabankanna er mun lægri en gengur og gerist meðal banka á Evrópska efnahagssvæðinu sé miðað við uppgjör fyrstu sex mánuði ársins.

Hröfnunum þykir þetta dálítið merkilegt svona í ljósi umræðunnar. Þannig er bent á í umfjöllun viðskiptavefs Vísis að rekstur evrópskra banka sé mun arðsamari en íslenskra vegna mikils vöxt vaxtatekna en þeirra íslensku. Hrafnarnir sakna þess að fjölmiðlar spyrji ekki Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, hvort honum finnist ekki rétt að evrópskir bankar lækki vexti frekar en þeir íslensku vegna mikillar arðsemi.

Þá væri ekki úr vegi að leita svara hjá Þorbjörgu Sigrúnu Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar, sem hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem helsta fjármálavitring Alþingis í tengslum við málefni Íslandsbanka, hvað almenningur á meginlandinu eigi að gera til losna við vaxtaokrið. Væntanlega stendur ekki á svari frá henni: Evrópumenn ættu alvarlega íhuga að taka upp evru - aftur!

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins en þessi pistill birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins.