Hrafnarnir sjá að Vinstri grænir veðja á Steingrím J. Sigfússon þegar kemur að því að endurreisa fylgi flokksins

Hann var sendur í Silfrið á mánudaginn þar sem hann tók að sér að verja samningana sem Svavar heitinn Gestsson gerði í Icesave-deilunni. Í raun sagði Steingrímur að Icesave hefði verið smámál og skautaði fram hjá þeirri staðreynd að samningurinn sem Svavar gerði hefði kostað skattgreiðendur tvöfalt meira en samningurinn sem Lee Bucheit gerði eftir að þjóðin hafnaði fyrri samningi og um 200 milljarða í vaxtakostnað óháð heimtum í þrotabú Landsbankans.

Sem kunnugt er fór deilan þannig að EFTA-dómstóllinn hafnaði á endanum kröfu ESA um að íslenska ríkið bæri ábyrgð á reikningum föllnu bankanna í Bretlandi og Hollandi. Hrafnarnir sakna þess að hvorki Steingrímur né Jóhanna Sigurðardóttir hafi aldrei verið spurð hvort þau hafi komið til greina að áfrýja þeim úrskurði.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 9. október 2024.