Hrafnarnir hugsa mikið um sjálfbærni auk umhverfis, félagslega þætti og stjórnarhætti
Þetta kallast í UFS-mat og þykir eftirsóknarvert. Að minnsta kosti er fólki talið um trú að fyrirtæki sem skora hátt í UFS-mati séu alla jafna arðsamari en önnur fyrirtæki og eftirsótt er að fjárfesta í þeim. Hrafnarnir voru að skoða UFS-matið sem Harpa Jónsdóttir og hennar fólk í LSR styðst við. Það byggir á einkunnakerfi matsfyrirtækisins Reita. Það vakti sérstaka athygli hrafnanna að samkvæmt því mati er ÍL-sjóður sjálfbærasti lögaðili landsins ásamt Arion, Kviku og OR.
Þetta kemur hröfnunum spánskt fyrir sjónir. ÍL-sjóður er skel utan um þær gríðarlegu miklu skuldir sem rekstur Íbúðalánasjóðs á eftir að kosta skattgreiðendur þessa lands og sjóðurinn starfar nú eftir lögum sem hafa það að markmiði að honum verði slitið – væntanlega með umhverfið, félagslega þætti og góða stjórnarhætti að leiðarljósi að ekki sé minnst á gleðina – með meiri háttar kostnaði fyrir lífeyrisþega landsins. Það er kannski kominn tími til að menn fari að endurhugsa þessi UFS-mál öllsömul.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 29. maí.