Hér sit ég á bílastæði, bíð eftir að barn komi frá tannlækni og var að borga skattana mína. Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá finnst mér gaman að borga skatta – finnst ég vera að gera gagn.
Verst er þó að þessi misserin gagnast skattarnir mínir verr en ella af því að ríkisstjórnin stýrir efnahagsmálunum svo illa og ríka fólkið sleppur svo auðveldlega við sínar skyldur.
Svo mælti Illugi Jökulsson í síðustu viku á Facebook. Fallega dyggðaskreyttur um borð í einkabílnum.
Óðinn gerði sér sérstaka ferð á skattstofuna til að skoða skattgreiðslur Illuga fyrir árið 2023 og sjá þá með eigin augum hversu rausnarlegur Illugi er gagnvart samborgurum sínum, og öllum þeim sem vilja búa á Íslandi og fá alla mögulega þjónustu frítt frá skattgreiðendum.
Óðinn gerði reyndar þau mistök að segja kjaftöskunum í Þjóðmálum niðurstöðuna sem auðvitað misstu þetta út úr sér í ölæði norðan heiða á bjórkvöldi. En það má auðvitað fyrirgefa.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði