Hrafnarnir eru nú í óðaönn að herða sultarólina enda eru þeir innblásnir af hinum miklu aðhaldsfjárlögum sem Bjarni Benediktsson hefur lagt fyrir Alþingi. Öllum má vera ljóst að horft verður til hverrar krónu á útgjaldahliðinni í ríkisrekstrinum á næstu árum.Eftir höfðinu dansa limirnir. Einungis nokkrum dögum eftir að Bjarni kynnti fjárlögin tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra til óspilltra málanna. Hrafnarnir sjá að hún ætlar ekki að liggja á liði sínu þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstrinum.

Þannig verður stuðningur ríkisins til kornræktar á Íslandi einungis aukinn um 200 milljónir. Ríkið mun því einungis verja tveimur milljörðum króna til að gera Suðurlandsundirlendið að kornforðabúri Evrópu á næstum árum. Fleira er skemmtilegt í fjárlagafrumvarpinu. Eins og gefur að skilja aðhyllast hrafnarnir bíllausan lífstíl. Því fagna þeir sérstaklega að í fjárlagafrumvarpinu eru fyrirheit um að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli en alls er gert ráð fyrir að ríkið verji ríflega milljarði til þess málaflokks.

Huginn og Muninn er einn af föstum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 20. september.

Hrafnarnir eru nú í óðaönn að herða sultarólina enda eru þeir innblásnir af hinum miklu aðhaldsfjárlögum sem Bjarni Benediktsson hefur lagt fyrir Alþingi. Öllum má vera ljóst að horft verður til hverrar krónu á útgjaldahliðinni í ríkisrekstrinum á næstu árum.Eftir höfðinu dansa limirnir. Einungis nokkrum dögum eftir að Bjarni kynnti fjárlögin tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra til óspilltra málanna. Hrafnarnir sjá að hún ætlar ekki að liggja á liði sínu þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstrinum.

Þannig verður stuðningur ríkisins til kornræktar á Íslandi einungis aukinn um 200 milljónir. Ríkið mun því einungis verja tveimur milljörðum króna til að gera Suðurlandsundirlendið að kornforðabúri Evrópu á næstum árum. Fleira er skemmtilegt í fjárlagafrumvarpinu. Eins og gefur að skilja aðhyllast hrafnarnir bíllausan lífstíl. Því fagna þeir sérstaklega að í fjárlagafrumvarpinu eru fyrirheit um að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli en alls er gert ráð fyrir að ríkið verji ríflega milljarði til þess málaflokks.

Huginn og Muninn er einn af föstum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 20. september.