Hrafnarnir vita að Kristrún og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, eru nánir samverkamenn og er hvíslað í eyru þeirra að hann hyggist bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum og þar með skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm.

Ef þetta gengur eftir munu þá Kristrún og Jóhann leiða flokkinn næstu árin að óbreyttu. Vissulega hafa verið bollaleggingar um að Dagur B. Eggertsson bjóði sig einnig fram til formanns. En furðufuglarnir á vinstri væng stjórnmálanna tjá hröfnunum að stuðningsyfirlýsing Össurar við framboð Kristrúnar þýði að Dagur sé ekki á leið í landsmálin – að minnsta kosti ekki í gervi formanns Samfylkingarinnar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur en þessi birtist í Viðskiptablaðinu.