Hrafnarnir hafa oft flögrað yfir Stjörnutorg Kringlunnar í leit að góðgæti. Nú er Stjörnutorg stekkur og í stað þess er nýtt „veitinga- og afþreyingarsvæði“ að líta dagsins ljós. Hefur það fengið nafnið Kúmen. Hrafnarnir skemmtu sér vel yfir lestri fréttar á vef Morgunblaðsins um málið.

Þar var rætt við Guðjón Auðunsson, forstjóra Reita, sem eiga Kringluna. Guðjón sagðist ekki hafa hugmynd um af hverju þetta nafn hafi verið valið en „að nafnið hafi staðið eftir að lokinni rýni margra aðila“. En blaðamaður kom ekki að galtómum kofanum hjá Guðjóni þar sem forstjórinn upplýsti hann um að fyrsti stafurinn, K, er hinn sami og í Kringlunni og að kúmen er krydd sem er notað á kringlur.