Hrafnarnir velta fyrir sér hvernig markaðsstaða VÍS í Keflavík og nærsveitum muni þróast nú þegar tilkynnt hefur verið um ráðningu Bjarna Guðjónssonar sem forstöðumanns fyrirtækjaviðskipta hjá tryggingafélaginu.

Tilkynnt var um ráðninguna í vikunni en nú eru sautján ár síðan Bjarni skoraði eitt alræmdasta mark íslenskrar knattspyrnusögu þegar hann tryggði Skagamönnum 2:1 sigur í leik gegn Keflvíkingum.

Hrafnarnir velta fyrir sér hvernig markaðsstaða VÍS í Keflavík og nærsveitum muni þróast nú þegar tilkynnt hefur verið um ráðningu Bjarna Guðjónssonar sem forstöðumanns fyrirtækjaviðskipta hjá tryggingafélaginu.

Tilkynnt var um ráðninguna í vikunni en nú eru sautján ár síðan Bjarni skoraði eitt alræmdasta mark íslenskrar knattspyrnusögu þegar hann tryggði Skagamönnum 2:1 sigur í leik gegn Keflvíkingum.

Leikmenn Keflvíkinga höfðu sparkað knettinum út af til þess að leikmaður ÍA gæti fengið aðhlynningu. Skagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið í stað þess að gefa aftur á andstæðinginn eins og heiðursmenn gera alla jafna í svona kringumstæðum. Þessu hafa Suðurnesjamenn ekki gleymt og gera seint.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 10. júlí.