Hrafnarnir sjá að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra er með allar klær úti við að safna lánsfé fyrir ríkissjóð.

Hrafnarnir sjá að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra er með allar klær úti við að safna lánsfé fyrir ríkissjóð.

Í tilkynningu frá fjármálaráðherranum vegna útgáfu kynjaða skuldabréfsins segir að útgáfan sé hluti af ráðstöfunum til að draga úr byrði kvenna og kvara af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Hrafnarnir velta fyrir sér hvort þetta þýði með öðrum orðum að ríkið ætli að fara fjármagna húsmæðra- og húskváraorlof. En þeir eru gamlir í hettunni og vita sem er: Þetta er eingöngu skuldasöfnun til að fjármagna hítina sem ríkisreksturinn er orðinn.

Þetta fé mun hvorki renna til húsmæðra né kvára í viðkvæmri stöðu í samfélaginu. En þeir munu auðvitað gjalda fyrir skuldasöfnunina eins og aðrir skattgreiðendur þegar fram í sækir. Að lokum hringir það viðvörunarbjöllum hrafnanna að ríkið sé í þessari nýsköpun í fjármögnun um þessar mundir og velta þeir fyrir sér hvort hefðbundnari fjármögnunarleiðir séu orðnar ógreiðfærari en áður.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist í blaðinu sem kom út 26. júní 2024.