Útflutningsverðmæti laxeldis í sjó á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Árið 2022 nam útflutningsverðmæti laxeldis um 46 milljörðum króna, sem er veruleg aukning frá fyrri árum. Þetta endurspeglar vöxt greinarinnar og aukna eftirspurn á alþjóðlegum markaði eftir íslenskum eldislaxi.

Laxeldi er þegar orðin ein af stærstu útflutningsgreinunum. Þjóðarbúinu er það mikilvægt þar sem útflutningsverðmæti eldislax eykst hratt og er orðin stór hluti af þjóðartekjum okkar. Talið er að þessi þróun muni halda áfram að styrkjast, þar sem frekari uppbygging í greininni er fyrirhuguð næstu ár.

Hér á Austurlandi hefur atvinnugreinin vaxið ört og fest sig í sessi sem ein mikilvægasta atvinnugrein svæðisins. Uppbygging laxeldis á Austurlandi skapar ekki aðeins fjölda starfa og efnahagslega uppbyggingu, heldur hefur hún einnig víðtækari áhrif á samfélagið, bæði í formi styrkingar byggðar og stuðnings við aðra atvinnuvegi á svæðinu.

Efnahagsleg áhrif og störf

Laxeldið hefur þegar skapað mörg bein störf, bæði við ræktun og í tengdum greinum, flutningum, þjónustu og iðnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um það bil 200-300 manns starfandi við laxeldi á Austurlandi, en getur sveiflast eftir árstímum og þróun innan greinarinnar. Með auknum vexti mun afleiddum störfum, eins og fiskvinnslu, köfun, flutningum og þjónusta við fiskeldisstöðvar eykst.

Sveitarfélög á Austurlandi hafa notið góðs af aukinni atvinnustarfsemi sem laxeldið skapar. Með því að bjóða fjölbreytt störf og hærri launatekjur fyrir íbúa hefur laxeldið átt sinn þátt í því að laða að nýja íbúa sem hafa ákveðið að flytja til Austurlands og taki þátt í að styrkja samfélögin.

Sjálfbær þróun

Austurland hefur einstök náttúruleg skilyrði fyrir laxeldi. Hreint vatn, kaldir straumar stuðla að heilbrigðri framleiðslu, sem laða að erlenda kaupendur og gerir íslenskan lax eftirsóttan á alþjóðlegum mörkuðum. Með sjálfbærri nálgun í laxeldi er hægt að tryggja að þessi auðlind verði nýtt með umhverfisvernd að leiðarljósi, þannig að svæðið verði áfram eftirsóknarvert til búsetu og atvinnustarfsemi.

Framtíðarmöguleikar miklir

Framtíð laxeldis á Austurlandi er björt. Grein í örum vexti, og fyrir liggja áætlanir um frekari fjárfestingar og útvíkkun eldisstöðva. Með réttu skipulagi og framfarasókn hefur laxeldi alla möguleika á að verða mikilvæg stoð í efnahagslífi Austurlands og stuðla að enn frekari fjölbreytni atvinnulífs.

Ljóst er að uppbygging laxeldis á Austurlandi er mikilvæg fyrir framtíð svæðisins. Áframhaldandi stuðningur við atvinnugreinina þýðir blómlegt, sjálfbært og fjölbreytt atvinnulíf þar sem samfélagið allt mun njóta góðs, bæði í formi starfa, aukinnar velferðar og efnahagslegs stöðugleika.

Fjarðabyggð fagnar nýjum tækifærum og framtíðarsýn þar sem laxeldi er lykilþáttur í vexti og viðgangi svæðisins.

Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.