Það er nokkuð athyglisvert að þingmenn treystu sér ekki til að leggja á auðlegðarskatt eftir afnám gjaldeyrishafta.
Nú má deila um hversu líklegt er að gjaldeyrishöftin hverfi árið 2013 en þetta sýnir að möguleikar fólks til að „kjósa með fótunum“ veitir ríkisstjórnum mikilvægt aðhald. Þess vegna vilja ríkisstjórnir samhæfa skattlagningu milli ríkja svo þau þurfi ekki að keppa um fólk með hagstæðu skattaumhverfi að teknu tilliti til þjónustu.
Þetta veit leyniskattaráðgjafinn Indriði Þorláksson, enda skrifað gegn skattaskjólum. Indriði hefur enn aðstöðu í fjármálaráðuneytinu. Svo virðist sem hann hafi verið iðinn við að þefa uppi nýja skattstofna — jafnvel „vannýtta“ skattstofna — miðað við flóð skattahækkanatillagna undanfarnar vikur.