Það rann upp fyrir hröfnunum í vikunni að miðaldir kunna að vera gegnar á ný í garð á Íslandi.

Það rann upp fyrir hröfnunum í vikunni að miðaldir kunna að vera gegnar á ný í garð á Íslandi.

Viðskiptavefur Vísis tók viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar sem sagðist vona að vorleysingjar hefjist sem fyrst af alvöru svo að raforkuframleiðsla komist aftur á fullt skrið. Sem kunnugt er hefur Landsvirkjun þurft að skerða afhendingu á raforku til stórnotenda í vetur með þeim afleiðingum að útflutningstekjur þjóðarbúsins hafa minnkað um tólf milljarða að mati sérfræðinga.

Það að orkuöflun og öflun gjaldeyristekna sé að öllu leyti háð veðráttu vekur upp áleitnar spurningar um stöðu verðmætasköpunar í landinu? Ef svo heldur áfram sem horfir verður ekki langt að bíða að Landsvirkjun fái Ásdísi Olsen eða þá hippana á Skrauthólum á Kjalarnesi til þess að stíga regndans til að styrkja vatnbúskapinn og að hagspár greiningaraðila fari að taka tillit til líkinda hvalreka í fjörðum landsins.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnarpistlum Viðskiptablaðið. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 1. maí 2024.