Verðlaunafréttamaðurinn Heimir Már Pétursson var mættur í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 á mánudagskvöldið.
Erindið var að útskýra fyrir áhorfendum hvað væri að gerast bak við tjöldin í viðræðum stjórnarflokkanna um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Það vakti athygli hrafnanna að þegar Heimir fór yfir helstu ágreiningsmál flokkanna þá væri það pólitískt mat Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að hér á landi væri skortur á raforku. Þetta er furðuleg framsetning.
Sem kunnugt er þá hefur Landsvirkjun skert orkuafhendingu til stórnotenda og víðs vegar um landið eru mjölbræðslur knúnar áfram af dísilolíu þar sem ekki er til rafmagn. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hefur vakið athygli á þessari grafalvarlegu stöðu og segir alvarlegan orkuskort vera yfirvofandi hér á landi með tilheyrandi skerðingu á lífskjaraskerðingu.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í blaðinu sem kom út 10. apríl 2024.