Hrafnarnir lásu sér til fróðleiks nýtt verðmat Jakobsson Capital á Festum í vikunni. Fram kemur í verðmatinu að rekstrarkostnaður í fyrra hafi verið meiri en gert var ráð fyrir í fyrri greiningum. Þá kemur fram að framlegðarhlutfall, sem skiptir sköpum í smásölu, hafi lækkað umtalsvert. Þannig lækkaði framlegðarhlutfall eldsneytissölu mikið eða úr 22% niður í 14,8% milli ára. Heilt yfir lækkaði framlegðarhlutfall úr 25,0 prósentum í 22,2 prósent. Meginniðurstaða verðmatsins er 208 krónur á hlut og er það lækkun um 8% frá fyrra verðmati.
Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 2. mars 2023.