Fjölmiðlarýnir kom víða við á árinu en hér eru mest lesnu pistlar ársins í sætum 6 til 10.
6. Hlutdeildarlán og neyðarástand
Fjölmiðlarýnir fjallaði um þekkingarleysi formanns Samtaka leigjenda á Íslandi. Þá skrifaði hann einnig um svokallaða „sólarhringsvakt loftslagsmála.“
7. Grafið undan heimildarmönnum
Það vakti athygli þegar rannsóknarblaðamenn á rannsóknarfjölmiðlinum Heimildinni voru farnir að dylgja um hverjir væru heimildarmenn annarra fjölmiðla.
8. Fljótandi hádegisverður og vélað um framtíð Íslandsbanka í Trópí-deildinni
Rýnt var í viðtal Heimildarinnar við Jón Guðna Ómarsson sem var þá nýtekinn við sem bankastjóri Íslandsbanka. Í viðtalinu var m.a. greint frá því að Heimildinni hafi borist fjölda ábendinga um spillingu eftir Íslandsbankasöluna.
9. Hrunsölumenn á síðasta söludegi
Það vakti athygli þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gáfu út í sameiningu sex þúsund orða grein þar sem kallað var eftir afsögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Í kjölfarið hvöttu þau landsmenn alla til að hitta sig á Austurvelli til að mótmæla öllu heimsins óréttlæti.
10. Fordómar og fjármagnstekjur - Heimildin og huldufólk
Rannsóknarfjölmiðillinn Heimildin birti vandaða og yfirgripsmikla úttekt um íbúa Garðabæjar og Seltjarnarness fyrr á árinu. Þar kom í ljós að íbúar bæjanna tveggja eru með hærri fjármagnstekjur en gengur og gerist.