Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Hugins og munins á árinu 2023. Hér eru þeir pistlar sem voru í sætum 6 til 10 yfir þá mest lesnu.
6. Missögn Heimildarinnar og Eddu
Hrafnarnir fóru yfir þokukennda yfirlýsingu Heimildarinnar í Eddu Falak-málinu svokallaða. Þar var meðal annars farið yfir merkinguna á bak við orðið „missögn".
7. Reiknimeistari á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson forseti mætti í viðtal í Ríkisútvarpinu og reyndi fyrir sér í prósentureikningi. Hrafnarnir bentu þar á reiknivillu forsetans.
8. Hver tekur við SA?
Ákvörðun Halldórs Benjamíns, að hætta hjá Samtökum atvinnulífsins síðastlliðið vor, kom hröfnunum á óvart. Bentu þeir á að frá því að Halldór mætti í Borgartúnið hafi ný gullöld hafist í verkalýðsbaráttu, þar sem sósíalisminn er í hávegum hafður.
9. Víðtæk áhrif brottreksturs
Hrafnarnir komu fram með áhugaverða kenningu um möguleg áhrif brottreksturs Arnars Þórs Viðarssonar, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, á íslenskt og erlent viðskiptalíf.
10. Birna og starfslokasamningurinn
Íslandsbankamálið svokallaða var umfangsmikið á árinu, þar á meðal afsögn Birnu Einarsdóttur fyrrum bankastjóra Íslandsbanka. Hrafnarnir báru saman starfslokasamninga annarra bankastjóra við starfslokasamning Birnu.