Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Hugins og munins á árinu 2024. Hér eru fimm mest lesnu pistlar ársins.

1. Seðlabankastjóri lækkar vexti

Bankarnir neyddust til að lækka innlánsvexti vegna hækkunar Ásgeirs Jónssonar og félaga í Seðlabankanum á bindiskyldu.

2. Draumastarfið loks fundið

Isavia auglýsti eftir umsjónarmanni mannþáttafræða sem m.a. hefur það hlutverk að hafa umsjón með úrvinnslu streitu og þreytu tilfella.

3. Óþörf skeytasending Guðna

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, óð að mati hrafnanna full harkalega í forstjóra og starfsfólk Brimborgar eftir myndabirtingu af forsetahjónunum á samfélagsmiðlum bílaumboðsins.

4. Hækka verð og hætta að svara í síma

Lyfjastofnun tókst á við verðbólguna og efnahagsástandið með því að hætta svara í símann.

5. Ragnar farinn að leika lausum hala á ný

Fyrrverandi formaður VR og núverandi þingmaður Flokks fólksins undirbjó hauststarfið og boðaði til enn einna mótmælanna.