Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Hugins og Munins á árinu 2024. Hér eru þeir pistlar sem voru í sætum 6 til 10 yfir þá mest lesnu.
6. Kveður við nýjan tón hjá Katrínu
Katrín Jakobsdóttir kvaðst ekki ætla að eyða króna umfram það sem safnaðist í kassann í forsetaframboð sitt. Vel hefði verið ef Katrín hefði haft sömu gildi í hávegum í forsætisráðherratíð sinni.
7. Arnar fer í arðbæran rekstur
Hrafnarnir töldu að það að enn einn smáflokkurinn væri að líta dagsins ljós væri áminning um að endurskoða beri hið galna ríkisstyrkjakerfi til stjórnmálaflokka.
8. Hugmyndir Ásgeirs falla í grýttan jarðveg í Bretlandi
Fjármálaráðherra Bretlands hafnaði hugmyndum um að Englandsbanki borgi ekki vexti af innlánum banka eins og gert er hér á landi.
9. Orkustjórinn sem vildi ekki virkja
Halla Hrund Logadóttir forseta- og þingframbjóðandi vill vernda náttúruna og ekki virkja frekar til að mæta orkuskiptum og byggja upp lífskjör á landinu.Hrafnarnir sáu merki þess að orkumálastjórinn fyrrverandi sé sammála frambjóðandanum í þessum efnum.
10. Forsetaframboð er sport fyrir ríkisstarfsmenn
Hrafnarnir veltu fyrir sér hvort aðeins ríkisforstjórar og fólk sem hrærist í heimi alþjóðlegra viðskipta hafi efni á að bjóða sig fram til forseta.