Hröfnunum hefur þótt sem ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir virðist hafa eina lausn á öllum heimsins vandamálum: Auka ríkisútgjöld.

Í þeim tilfellum sem vandinn er ekki til staðar skilgreina þeir hann til þess eins að réttlæta frekari ríkisútgjöld. Þannig hefur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra lýst því yfir að hann ætli að veita einn milljarð af fé almennings til að hjálpa bílaleigum að kaupa rafbíla.

Eins og allir vita eru bílaleigur að lepja dauðann úr skelinni um þessar mundir og því er full þörf á að Guðlaugur aðstoði þær á kostnað skattgreiðenda. Þannig hagnaðist ein stærsta bílaleiga landsins, Blue Car Rental, einungis um 1,7 milljarða í fyrra.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 25. maí.