Talsvert hefur verið rætt um gullhúðun undanfarið en það er þegar stjórnvöld einstakra ríkja innleiða EES-löggjöf í landsrétt með meira íþyngjandi hætti en þörf er á til að uppfylla skyldur samkvæmt EES-samningnum. Þetta felur m.a. í sér ítarlegri reglur umfram lágmarkskröfur, útvíkkað gildissvið, að undanþágur séu ekki nýttar, strangari skilyrðum í lögum viðhaldið, strangari viðurlögum og að löggjöf sé innleidd of snemma. Skýrar vísbendingar eru um að beiting gullhúðunar í íslenskri löggjöf sé umtalsverð, en slík ráðstöfun er til þess fallin að veikja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýra hag almennings. Íslensk fyrirtæki verða að búa við sambærilegt regluverk og fyrirtæki sem þau keppa við á innri markaðnum.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði