Þeim fer fjölgandi fregnum af áskorunum í rekstri fjölmennra vinnustaða, sem illu heilli hafa leitt til hópuppsagna í einhverjum tilvikum. Því fer þó fjarri að áskoranir í rekstri einskorðist við almenna markaðinn. Fjármál ríkisins löskuðust verulega í faraldrinum og mörg sveitarfélög hafa barist við að halda sér réttu megin við núllið, með misjöfnum árangri. Atvinnuöryggi hjá hinu opinbera er þó mun meira en á almenna markaðinum.
Vart þarf að taka fram að almenn sátt ríkir um trausta mönnun starfa í mikilvægri grunnþjónustu á borð við löggæslu, heilbrigðis- og menntakerfin. Öðru máli gegnir um yfirbygginguna sem víða er orðin ískyggilega mikil. Skemmst er að minnast þess þegar ónefnt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að vegna aðhaldsaðgerða myndi það framvegis eingöngu ráða í ,,nauðsynleg störf”. Erfitt er að segja til um hvernig mannauðsmálum hafi verið háttað í aðdraganda rekstrarvandræðanna en líklega hafa ráðningar í ónauðsynleg störf þar haft sitt að segja.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði