Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, missti á dögunum alla þolinmæði gagnvart Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni Flokks fólksins, í pontu Alþingis.

„Hann er algjörlega blankur. Hann hlustar ekki á neitt, kynnir sér ekki neitt og veit ekkert um hvað hann er að tala,“ sagði Guðlaugur Þór um Sigurjón. Fyrr hafði sjálfstæðismaðurinn bent á að örorkubætur séu nú 18% hærri en þær væru ef þær hefðu verið tengdar við launavísitöluna á tímum fyrri ríkisstjórnar.

Eins og honum einum er lagið brást Sigurjón við þessum athugasemdum þingmanns Sjálfstæðisflokksins með útúrsnúningum og skætingi, sem kallaði fram fyrrgreind viðbrögð Guðlaugs Þórs.

Hrafnarnir fagna því að þingið sé farið í sumarfrí og Guðlaugur Þór fái tvo mánuði til að byggja upp þolinmæði gagnvart málflutningi Sigurjóns og félaga í Flokki fólksins.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.