Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kom mönnum á markaði í opna skjöldu á föstudag.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kom mönnum á markaði í opna skjöldu á föstudag.

Eftir lokun markaða tilkynntu Lánamál ríkisins um tvöfalda skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs á seinni helmingi ársins og verður hún sú mesta frá því í farsóttinni. Þetta kom þó hröfnunum ekkert sérstaklega á óvart. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um vaxandi fjárþörf ríkisins og þá sérstaklega vegna þess að skatttekjur eru að skila sér verr en áður vegna minnkandi umsvifa í hagkerfinu.

Á sama tíma er svo ríkisstjórnin að auka útgjöldin enn frekar og ekkert sem bendir til breytinga í þeim efnum. Það ætti að vera ágætis vísbending um að ekki sé allt með felldu að ríkissjóður sé farinn að ráðast í erlenda lántöku undir alls kyns formerkjum til að fjármagna innlend útgjöld en fram til þessa hefur ríkissjóður átt hægt um vik með innlenda fjármögnun.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill fyrst í blaðinu sem kom út 3. júlí 2024.