Frá því hefur verið greint síðustu daga að einhverjir mótmælendur og stuðningsmenn Palestínu hafi hótað lögreglumönnum lífláti.
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagðist, í samtali við Ríkisútvarpið í gær, hafa miklar áhyggjur af aukinni hörku og vopnaburði í samfélaginu. Hann segir að hótanir í garð lögreglumanna hafi aukist til muna.
„Svo veit ég það að núna í kringum þessi mótmæli þarna við ráðuneytin, þá eru lögreglumenn að fá hótanir bæði á netinu og annað; eiginlega bara líflátshótanir. Það er mjög alvarlegt og það fólk verður auðvitað kært til héraðssaksóknara.“
Andrés Ingi Jónsson, kommúnisti og Pírati, kom í ræðustól á Alþingi í morgun. Þar gerði hann að umtalsefni að lögreglumaður fylgdi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra þessa dagana.
Væntanlega hefur lögreglan, sem ákveður hvernig öryggisgæslu ráðamanna er háttað, einhverjar ástæðu til að herða öryggisgæsluna nú.
Andrés Ingi vildi að forseti beitti sér fyrir því að lögreglumaðurinn færi úr þinghúsinu.
Andrés Ingi veit að að meðal þessara manna sem hann styður svo heitt að setjist hér að á Íslandi eru vandræðamenn. Menn sem hafa alist upp við ofbeldi, m.a. annars Hamas samtakanna. En samt finnst honum eðlilegt að vera með þessa fráleitu kröfu vitandi að blessaður lögreglumaðurinn hefur auðvitað engin áhrif á þingstörfin.
Hrafnarnir muna ekki í svipin eftir öðrum eins lágpunkti á Alþingi Íslendinga og er þó af nægu að taka. Andrésar Inga verður lengi minnst fyrir þessa ótrúlegu uppákomu.