Hrafnarnir gleðjast yfir að í stjórnarsáttmála nýs meirihluta er kveðið á um vilja meirihlutans um að ferðaþjónustan blómstri í borginni enda þar fram að allir borgarbúar njóti góðs að því
Þessi áhersla er til marks um þann mikla árangur sem Einar Þorsteinsson og Framsókn hefur náð í að kalla fram breytingar hjá þeim flokkum sem stýrðu borginni á síðasta kjörtímabili. Sem kunnugt er hafði fráfarandi meirihluti miklar áhyggjur af þeim mikla kostnaði sem lendir á borginni vegna ferðaþjónustunnar.
Þannig fór Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar fyrir stýri hópi á síðasta kjörtímabili sem meðal annars vinna greiningu sem komst að þeirri niðurstöðu kostnaður borgarinnar af komu ferðamanna á árunum 2015-2018 hafi verið á bilinu 6-9 milljarðar.
Huginn og muninn er skoðanadálkur en þessi birtist í Viðskiptablaðinu 8. júní 2022.