Eimskip rekur öflugasta og áreiðanlegasta strandflutningakerfi landsins, þar sem gámaskipið Selfoss tryggir vikulega hraða og skilvirka tengingu á milli íslenskra hafna. Eimskip er eina íslenska skipafélagið sem rekur sérstakt strandflutningakerfi þar sem hafnir á landbyggðinni tengjast millilandakerfinu í Sundahöfn. Þetta undirstrikar metnað Eimskips gagnvart heimilum og atvinnulífi um land allt.
Með vikulegum ferðum til sex hafna á landsbyggðinni og beinum tengingum við höfuðborgarsvæðið veitir félagið metnaðarfulla og áreiðanlega þjónustu fyrir fjölbreyttan flutning. Á hverju ári eru fluttir mörg þúsund gámar um strandflutningakerfið, sem eykur hagkvæmni í flutningum og stuðlar að fjölbreyttari og umhverfisvænni samgöngulausnum fyrir íslenskt samfélag.
Strandflutningarnir tengjast annars vegar við millilandakerfi félagsins þar sem inn- og útflutningur fyrir landsbyggðina tengist strandflutningakerfinu í Sundahöfn og hins vegar við öflugt innanlandsflutningakerfi, sem ásamt strandsiglingum tryggir að vörur komist á réttan stað á skilvirkan hátt. Saman mynda innanlandsflutningar og strandsiglingar heildstætt flutningsnet sem þjónustar viðskiptavini um allt land með heildarlausnum fyrir íslensk fyrirtæki.
Stöðug þróun og aukinn áreiðanleiki
Vorið 2023 var skipið Selfoss gert að sérstöku strandskipi, sem jók ánægju viðskiptavina með þá þjónustu verulega þar sem afhendingartími hefur styst og áreiðanleiki aukist, ásamt því að styðja við metnað viðskiptavina að nýta umhverfisvænni flutningalausnir. Auk Selfoss sinna Rauða og Gula leiðir félagsins hluta af strandflutningunum sem saman mynda öflugri tengingar innan Íslands sem og við millilandakerfið.
Umhverfisvæn lausn og bætt umferðaröryggi
Eimskip hefur lagt áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttar flutningslausnir og hefur unnið að sérstöku markaðsátaki (Road to Sea) með viðskiptavinum sínum, sem snýst um að færa flutninga á vörum sem ekki eru tímaháðar af vegum og yfir á sjó. Árangurinn af þeirri vinnu er markverður –– en 40% aukning hefur orðið á gámaflutningum með strandskipum á undanförnum tveimur árum en það leiðir af sér að þúsundir vörubílaferða eru felldar niður á hverju ári sem dregur úr vegsliti, minnkar eldsneytisnotkun og eykur hagkvæmni flutninga fyrir viðskiptavini.
Sóknarfæri í framtíðinni
Strandsiglingar eru hagkvæmur og umhverfisvænni valkostur fyrir vörur eins og iðnaðar- og byggingarvörur, frystivörur og aðra vöru sem þolir lengri flutningstíma. Nú þegar er rúmlega 40% af því magni sem Eimskip flytur til þeirra staða sem siglt er til við Ísland í strandkerfinu. Við höfum þó metnað til að ná enn meiri árangri og höldum áfram að vinna þétt með okkar viðskiptavinum í að nýta tækifærin sem vikulegar strandsiglingar hafa uppá að bjóða.
Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip.