Ölgerðin bauð í síðustu viku ýmsum frammámönnum úr íslensku atvinnulífi til sín. Þar fór forstjórinn Andri Þór yfir málin og fyllti viðstadda. Þó ekki af áfengum drykkjum, þó rausnarlega hafi verið boðið, heldur rangfærslum. Andri Þór sagðist ekki skilja málflutning Viðskiptablaðsins í áfengismálum á Íslandi. Það er sérstakt því Óðinn hélt að málflutningurinn hefði verið mjög skýr. En Óðinn skal glaður fara yfir hann í stuttu og skýru máli, þannig að umfjöllunin gæti verið kennsluefni á leikskólum og á skrifstofum Ölgerðarinnar.

Stóru fyrirtækin tvö á áfengismarkaðnum, Ölgerðin og Vífilfell, hafa um árabil sagt að þau séu fylgjandi því að sala áfengis á Íslandi verði gefin frjáls. En forsenda afnáms einokunar ríkisins sé að framleiðendum og innflutningsaðilum verði heimilt að auglýsa vöru sína. Þessi sjónarmið heyrði Óðinn í fyrsta sinn fyrir rúmum 20 árum hjá stjórnendum Vífilfells.

***

Áfengissala og Landvernd

Þetta skilyrði er bæði vitlaust og órökrétt því afar ólíklegt er á næstunni, jafnvel næstu áratugi, að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Ölgerðarmenn gætu alveg eins sett fram það skilyrði að áfengiseinkasalan yrði afnumin ef Landvernd myndi samþykkja alla virkjanakosti á Íslandi sem ganga mjög skammt í að skerða íslenska náttúru.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði