Ólympíuleikarnir 2024 standa yfir í París og hafa verið mér góð skemmtun og afþreying. Ég er alin upp á heimili þar sem íþróttir voru yfirleitt í gangi í sjónvarpinu, þá sérstaklega tennis og síðar fótbolti og golf.
Ég hef því gaman af flestum íþróttum og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að upplifa Djokovic innsigla sig sem besta tennisleikara sögunnar með ótrúlegri frammistöðu í úrslitaleiknum, sjá endurkomu Simone Biles frá erfiðleikum síðustu Ólympíuleika, Noah Lyles stimpla sig rækilega inn í spretthlaupunum og stangarstökkvarann Duplantis slá heimsmet meðan heimsbyggðin hélt í sér andanum og horfði á það takast í þriðju tilraun. Ólympíuleikarnir gefa okkur líka tækifæri á að fylgjast með öðrum íþróttum sem við fáum ekki annars að sjá mikið af svo sem BMX, brimbrettum og klifri til að nefna nokkrar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði