Ólympíuleikarnir 2024 standa yfir í París og hafa verið mér góð skemmtun og afþreying. Ég er alin upp á heimili þar sem íþróttir voru yfirleitt í gangi í sjónvarpinu, þá sérstaklega tennis og síðar fótbolti og golf.
Ég hef því gaman af flestum íþróttum og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að upplifa Djokovic innsigla sig sem besta tennisleikara sögunnar með ótrúlegri frammistöðu í úrslitaleiknum, sjá endurkomu Simone Biles frá erfiðleikum síðustu Ólympíuleika, Noah Lyles stimpla sig rækilega inn í spretthlaupunum og stangarstökkvarann Duplantis slá heimsmet meðan heimsbyggðin hélt í sér andanum og horfði á það takast í þriðju tilraun. Ólympíuleikarnir gefa okkur líka tækifæri á að fylgjast með öðrum íþróttum sem við fáum ekki annars að sjá mikið af svo sem BMX, brimbrettum og klifri til að nefna nokkrar.
Ólympíuleikarnir 2024 standa yfir í París og hafa verið mér góð skemmtun og afþreying. Ég er alin upp á heimili þar sem íþróttir voru yfirleitt í gangi í sjónvarpinu, þá sérstaklega tennis og síðar fótbolti og golf.
Ég hef því gaman af flestum íþróttum og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að upplifa Djokovic innsigla sig sem besta tennisleikara sögunnar með ótrúlegri frammistöðu í úrslitaleiknum, sjá endurkomu Simone Biles frá erfiðleikum síðustu Ólympíuleika, Noah Lyles stimpla sig rækilega inn í spretthlaupunum og stangarstökkvarann Duplantis slá heimsmet meðan heimsbyggðin hélt í sér andanum og horfði á það takast í þriðju tilraun. Ólympíuleikarnir gefa okkur líka tækifæri á að fylgjast með öðrum íþróttum sem við fáum ekki annars að sjá mikið af svo sem BMX, brimbrettum og klifri til að nefna nokkrar.
Það var líka frábært að fylgjast með Antoni Sveini McKee í sínu síðasta sundi og fá innblástur frá kveðjuræðunni hans. Íslenskir íþróttamenn hafa glatt okkur í gegnum tíðina á Ólympíuleikunum, það sem stendur uppúr hjá mér er þegar Ragna Ingólfsdóttir vann leik fyrst íslenskra badmintonkvenna, Guðrún Arnardóttir komst í úrslit í 400 metra grindahlaupi, Vala Flosadóttir vann bronsið og handboltalandsliðið landaði silfrinu. Svo var alltaf gaman að sjá Jón Arnar í tugþrautinni með sinn litríka persónuleika (og skegg).
Vinnubrögð RÚV hafa verið til mikillar fyrirmyndar og þar hafa lýsendur verið í hæsta gæðaflokki: Fróðir, líflegir og mjög áhugasamir. Íþróttadeild RÚV á mikið hrós skilið fyrir og hefur gert góða skemmtun enn betri. Það verður eitthvað að snúa til vinnu eftir gott sumarfrí og geta ekki lengur haft leikana í gangi og horft með öðru auganu allan daginn. En getum við fengið að sjá fleiri Íslendinga á næstu leikum, takk!
Höfundur er hugbúnaðarverkfræðingur.