Þrátt fyrir að fylgi ríkisstjórnarinnar sé löngu hrunið virðist Viðreisn ekki njóta góðs af því. Týr sá að um þetta var fjallað í ritstjórnardálkinum Orðinu á götunni á DV í vikunni.

Leiða má líkum að því að Helgi Magnússon, helsti bakhjarl flokksins og pólitískur guðfaðir, eða einhver af skósveinum hans haldi á penna og því las Týr af miklum áhuga. En hver er skýringin á að Samfylkingin og Miðflokkurinn virðist fyrst og fremst njóta góðs af þverrandi stuðningi ríkisstjórnarinnar?

Þrátt fyrir að fylgi ríkisstjórnarinnar sé löngu hrunið virðist Viðreisn ekki njóta góðs af því. Týr sá að um þetta var fjallað í ritstjórnardálkinum Orðinu á götunni á DV í vikunni.

Leiða má líkum að því að Helgi Magnússon, helsti bakhjarl flokksins og pólitískur guðfaðir, eða einhver af skósveinum hans haldi á penna og því las Týr af miklum áhuga. En hver er skýringin á að Samfylkingin og Miðflokkurinn virðist fyrst og fremst njóta góðs af þverrandi stuðningi ríkisstjórnarinnar?

Pistlahöfundur telur barnalegan málflutning þingmanna flokksins um að upptaka evru eyði öllum heimsins vandamálum ekki við að sakast í þessum efnum. Hann viðurkennir holur tónn vera í gagnrýni flokksins á skort á aðhaldi í ríkisfjármálum. Hægt er að taka undir þetta: rétt eins og aðrir í stjórnarandstöðunni gagnrýna þeir agaleysi í ríkisfjármálum einn daginn en boða svo enn frekari útgjaldaaukningu og skattahækkanir þann næsta.

Morfís og heimsendir

En pistillinn fer fyrst á flug þegar talið berst að sjálfum þingflokknum. Pistlahöfundur telur Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson hafa staðið sig vel.

Hann er hins vegar ekki jafn sannfærður um gildi Sigmars Guðmundssonar. Í pistlinum segir:

„Vann Morfís á sinni tíð en virðist ekki enn hafa skilið að Alþingi er ekki ræðukeppni. Þar ætti landinu að vera stjórnað. Sigmar talar oft eins og heimsendir sé í aðsigi. Sá málflutningur nær ekki til kjósenda sem vita betur.“

Fjórði þingmaður flokksins fær yfir sig kalda gusu: „Guðbrandur Einarsson er í þessum þingflokki Viðreisnar. Hver er hann? Hvar er hann?“

Pistlahöfundur DV spyr hver þessi maður sé?
Pistlahöfundur DV spyr hver þessi maður sé?
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Tími Þorgerðar styttist

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins fær að lokum væna sneið frá pistlahöfundi. Hann segir beinlínis að tími hennar sé að styttast enda er flokkurinn ekki að ná til sín neinu af hinu mikla óánægjufylgi sem nú mátar sig við stjórnarandstöðuflokkana.

Pistillinn birtist á þriðjudaginn en í Silfrinu kvöldið áður hafði Þorgerður lýst því yfir að hún ætlaði sér að leiða flokkinn í þingkosningunum á næsta ári.

Það eru greinilega áhugaverðir tímar fram undan í flokkstarfinu hjá Viðreisn í vetur.

Týr er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.