Hrafnarnir hafa mikinn áhuga á umræðum um orkuskipti hér á landi og á hvaða vegferð sum stjórnmálaöfl og jafnvel einstaka embættismenn eru í þeim efnum.

Hrafnarnir telja einsýnt að ákveðin öfl vilja nýta sér orkuskiptin sem skálkaskjól til að binda endi á frekari virkjunarframkvæmdir og koma í veg fyrir að umhverfisvæn orka verði nýtt til i verðmætasköpunar. Þannig skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í Morgunblaðið í gær um tillögu flokksins um að breyta regluverki orkumarkaðarins.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur en þessi birtist í Viðskiptablaðinu 2. júní 2022.