Þau miklu pólitísku tíðindi berast nú úr herbúðum Samfylkingarinnar að Logi Már Einarsson, þaulsetnasti foringi flokksins, hyggist nú sleppa valdataumnum.
Sem kunnugt er tilkynnti Logi þessa ákvörðun sína í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Viðtalið birtist nokkrum dögum eftir að Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður flokksins, fór mikinn á samfélagsmiðlum og það á tíma og kallaði eftir afsögn Loga svo að Kristrún Frostadóttir gæti tekið við völdunum í flokknum. Það vakti athygli hrafnanna að Össur setti fram kröfu sína á óvenjulega kristilegum tíma sé miðað við aldur og fyrri störf. Að sama skapi telja hrafnarnir það líklegt að Össur hafi sett fram sitt afgerandi ákall á samfélagsmiðlum eftir að Logi hafi veitt Fréttablaðinu viðtalið og helstu tíðindi þess fóru að berast út.
Huginn og muninn er skoðanadálkur en þessi birtist í Viðskiptablaðinu 23. júní 2022.