Hrafnarnir sjá að ekkert lát er á ráðningarbanni Reykjavíkurborgar. En sem kunnugt er þá er liður í hagræðingaaðgerðum núverandi borgarmeirihluta að ráða ekki starfsmenn til borgarinnar nema brýna nauðsyn beri til.
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Og nauðsynin er brýn á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hún leitar nú að verkefnastjórum – takið eftir ekki verkefnastjóra heldur verkefnastjórum.
Það eru aðkallandi verkefni sem þessir stjórar eiga að stýra: Sjálfri framtíðinni.
Samkvæmt auglýsingu borgarinnar eiga verkefnastjórarnir að „taka þátt í mótun nýrrar verkefnastofu, þar sem unnið er eftir hugmyndafræði verkefnastjórnunar og verkefnum er fylgt eftir frá upphafi til enda þvert á verkþætti og ábyrgðarsvið fagskrifstofa."
Hrafnarnir gera fastlega ráð fyrir að fjölmargir hæfir starfsmenn í undanskipulagsráðuneytinu gefi kost á sér í störfin.