Hrafnarnir tóku eftir að athafnamaðurinn Þór­arinn Ævarsson hefur lokið kennslustörfum og munu nú íslenskir rekstrarmenn vera orðnir fullnuma í því hvernig eigi að selja „stórar, drekkhlaðnar pizzur á áður óþekktu verði“, en sem kunnugt er lokaði ­Þórarinn pizzustaðnum Spaðanum í vikubyrjun eftir tveggja ára rekstrarsögu.

Þórarinn fór ­mikinn áður en hann opnaði Spaðann, gagnrýndi pizzu­bakara landsins harðlega fyrir okur og sagðist geta selt pizzur á mun lægra verði. Nú þegar Þórarinn hefur lokið þessu kennsluverkefni bíða hrafn­arnir spenntir eftir að sjá hvað hann hyggst taka sér næst fyrir hendur og hvaða geiri fær næst að fara í kennslustund í Spaða­skólanum.

Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 7. júlí 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði