Eftir að Play birti uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung fóru Hrafnarnir að velta fyrir sér hvort að Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins sé einhvers konar svar raunhagkerfisins við Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Að minnsta kosti er margt sameiginlegt með glæstum spám flugfélagsins fyrri hluta ársins um rekstrarhorfurnar og svo þeim skýjaborgum sem borgarstjórinn byggði um fjárhag borgarinnar í aðdraganda sveitastjórnakosninganna í vor.
Fyrr á árinu lýsti Birgir ítrekað að Play þyrfti ekki á nýju hlutafé að halda og að sama skapi mærði borgarstjórinn fjárhagsstöðu borgarinnar. Nokkrum mánuðum síðar tilkynnir svo Play um hlutafjáraukningu í skyndi og borgarstjórinn að hallinn af rekstri borgarinnar verði 15 milljarðar króna í ár.
Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 10. nóvember 2022.