Ávarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þigmanns Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í ársskýrslu samtakanna er áhugavert.

Þar sparar hún ekki stóru orðin og sakar bankana enn og aftur um ofbeldi. Um útlán þeirra segir hún:

„Mörgum finnst það of djúpt í árinni tekið, en ofbeldi er ekki bara líkamlegt og ég get ekki séð að heimilin eigi meiri möguleika en einstaklingur sem ógnað er í húsasundi með orðunum „peningana eða lífið“. Það er verið að stela lífinu af fólki.“

Þrátt fyrir að vera mun nær því að teljast sértrúarsöfnuður en hagsmunasamtök hafa Hagsmunasamtök heimilanna verið styrkt af ekki einum eða tveimur heldur þremur ráðherrum!

Þannig hafa Lilja Alfreðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Guðmundur Ingi Guðbrandsson styrkt sértrúarsöfnuðinn um 20 milljónir á síðustu þremur árum.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.