„Þau eru búin að gefa auðhringum firðina okkar og útgerðarelítan malar gull á sameign þjóðarinnar. Forgangsverkefnin eru að selja Íslandsbanka og skera niður innviði og grunnþjónustu eftir forskrift Seðlabankans. Og svo reyna þau að sannfæra okkur um að það sé orkuskortur svo einkaaðilar fái að virkja.“

Þetta skrifaði Ragnar Þór Ingólfsson, þá formaður VR, í októberbyrjun.

Sami Ragnar er nú orðinn þingmaður Flokks Ingu Sælands.  Hann skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni. Þar segir: „Eft­ir stutt kynni af því frá­bæra fólki sem sam­an­stend­ur af þing­mönn­um og ráðherr­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar og rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er ég bjart­sýnni en nokkru sinni fyrr á að okk­ur tak­ist að lyfta stjórn­mál­un­um upp á hærra plan og auka veg og virðingu Alþing­is í þágu fólks­ins í land­inu.“ Það þurfti ekki annað en að gera Ragnar að formanni fjárlaganefndar til þess að gera hann bjartsýnni á framtíð Íslands.

Hver maður hefur sitt verð stendur einhver staðar og telja hrafnarnir að Ragnar hafi farið á óvenjulega hagstæðum kjörum í þetta sinn enda ætlar ríkisstjórnin að selja Íslandsbanka og halda áfram að auka orkuöflun.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 15. janúar 2025.