Logi Einarsson menningarráðherra ætlar áfram að halda einkareknum fjölmiðlum á framfæri skattgreiðenda til að bæta þeim upp tjónið sem hlýst af fyrirferð RÚV á fjölmiðlamarkaði.

Frumvarp þess efnis er til eins árs og felur í sér óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til miðla sem mest fá. Þannig getur hlutfall stuðnings til hvers umsækjanda ekki orðið hærra en 22% en var áður 25%.

Sigurjón Þórðarson, atvinnustrandveiðimaður og þingmaður Flokks fólksins, fagnar þessu manna mest enda kallaði hann eftir því að framlög til Morgunblaðsins yrðu lækkuð vegna frétta blaðsins sem honum hugnaðist ekki.

Þess ber þó að geta að stærstu miðlarnir, Morgunblaðið og Vísir, hlutu hvor um sig 22,49% af heildarúthlutun fjölmiðlastyrkja í fyrra.

Lækkun framlaga til þeirra verður því óveruleg en Sigurjón veit manna best að molar eru líka brauð.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.