Ágætis umfjöllun Kveiks á RÚV í vetur um furðulegt háttalag þriggja rússneskra herskipa í íslenskri efnahagslögsögu í ágúst í fyrra fékk ekki þá athygli sem hún átti skilið. Átökin sem nú geisa setja atburðarásina sem þá átti sér stað í annað samhengi og vekur málið enn meiri ugg þegar hún er sett í samhengi við atburðarás við Noregsstrendur nokkrum mánuðum fyrr sem norski ríkismiðillinn NRK fjallaði um á dögunum.
***
Til upprifjunar, þá brugðu þrjú rússnesk herskip – tundurspillir, dráttarbátur og olíubirgðaskip – af reglubundinni leið sinni um norðurheimskautið og hófu að sigla í óvænta átt. Norsk yfirvöld urðu tveggja skipanna vör skammt suður af Svalbarða, í grennd við sæstrengina tvo sem þangað liggja, en tundur-spillirinn virtist fara hringinn um eyja-klasann.
Nokkru síðar komu sömu tvö skip sér fyrir norð-austur af Langanesi, ekki langt frá sæstrengnum Farice, og hófu að vekja mikla athygli á sér með köllum í íslensk skip í grennd. Á meðan athygli Landhelgisgæslunnar beindist að skipunum tveimur sigldi þriðja skipið, tundurspillirinn, hringinn í kringum landið.
Ekki er vitað hvað Rússum gekk til en nálægð þeirra við sæstrengina við strendur Íslands og Svalbarða vekur athygli, enda hafa talsmenn NATO lýst áhyggjum af getu Rússa til að fikta í slíkum strengjum.
Týr er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild sinni í blaðinu sem kom út 30. júní 2022.