Eitt mest notaða slagorð frá ÁTVR til að undirstrika eigið ágæti er „samfélagsleg ábyrgð”.

Eitt mest notaða slagorð frá ÁTVR til að undirstrika eigið ágæti er „samfélagsleg ábyrgð”.

ÁTVR leggur til dæmis mikla áherslu á loftslagsmál og hefur í því sambandi útbúið vistferilsgreiningu á áfengum drykkjum í samstarfi við kollega sína á Norðurlöndunum.

Stofnunin leggur áherslu á vistvæn innkaup, hvað sem það nú þýðir, og leitast við að ,,bjóða vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélag og umhverfi [...]”. Ríkisstofnuninni er vitaskuld einnig umhugað um að bjóða ekki tilteknar vörur til sölu líkt og fjallað er um í ítarlegum vöruvalsreglum, t.d. þær sem tengjast þungarokki og „hvetji þannig til ólifnaðar” eða ,,hvetji til aukinnar kynferðislegrar getu”. ÁTVR skeytir hins vegar engu um að birgjar stofnunarinnar standi skil á lögbundnum sköttum og gjöldum.

Nýlega kærði Sante víðtækt misferli til embættis Skattstjóra, þar sem birgjar ÁTVR höfðu vísvitandi falsað tollskýrslur og ranglega tollflokkað ávaxtabætt vín með sama hætti og bjór. Fyrir þá sem vilja kynna sér það mál má benda á afdráttarlausan úrskurð yfirskattanefndar en endurálagning vegna málsins verður vel á annan milljarð. Ekki er enn ljóst hvort að misferlið þyki það umsvifamikið að komi til sakamála að auki.

ÁTVR hefði augljóslega getað séð að ef stofnuninni eru boðnir áfengir drykkir á verði sem er lægra en áfengisgjaldið eitt og sér, ætti slíkt að kalla á skýringar. Þess í stað snéri ÁTVR blinda auganu að málinu og stundar enn samstarf við innflytjendur um að sniðganga samfélagið af réttmætum áfengisgjöldum. Í þessu samhengi má minna á hreint ótrúlegar matsreglur varðandi innkaup stofnunarinnar varðandi „keimlíkindi” og hvort einstakar vörur sem tengjast þungarokki „hvetji til ólifnaðar” og beri því að hafna.

Eftirfarandi er listi af gos-vínum sem til sölu eru hjá einokunarverslununum og ættu að kalla eftir nánari skýringum, þar sem innkaupsverðið er lægra en áfengisgjaldið eitt og sér. Listinn er þó ekki tæmandi.

  • Kopparberg with Strawberry & Pineapple Premium Cider.

Heildsali: Mekka.

Áfengismagn 3,4%.

Gjöld kr. 227.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 228.

  • Saku on Ice Sunny Plum.

Heildsali: Karl K. Karlsson.

Áfengismagn 4%.

Gjöld kr. 268.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 251.

  • Saku on Ice Refreshing Citrus.

Heildsali: Karl K. Karlsson.

Áfengismagn 4%.

Gjöld kr. 268.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 251.

Heildsali: Ölgerðin.

áfengismagn 4,5%.

Gjöld kr. 291.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 259.

Heildsali: Dista.

Áfengismagn 4,5%.

Gjöld kr.291.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 266.

Heildsali: Mekka.

Áfengismagn 4,5%.

Gjöld kr. 227.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 274.

Heildsali: Vínus-Vínheimar ehf.

Áfengismagn 4,7%.

Gjöld kr. 303.

Innkaupsverð ÁTVR kr. 274.

Traust í viðskiptum

Þegar svo kemur að almennt viðurkenndum skyldum kaupmanna við sína viðskiptavini eins og að kappkosta við að bjóða sem hagstæðustu verð eru starfshættir ÁTVR afar umhugsunarverðir þó ekki sé fastara að orði kveðið. Þegar aðstoðarforstjórinn var eitt sinn spurð hverju það sætti að útsöluverð stofnunarinnar væru mun hærri en í Costco eða Sante, var svarið einfalt „stofnunin skiptir sér ekki af verðum, það er ákveðið af heildsölum“.

Höfundur er eigandi Santewines.