Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sótti ekki um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunnar en umrædd stofnun tekur til starfa í byrjun næsta árs.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sótti ekki um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunnar en umrædd stofnun tekur til starfa í byrjun næsta árs.

Eins og gengur og gerist þegar nafntogað fólks skiptir um starf er það mátað við hin ýmsu störf og hafa einhverjir talið líklegt að Halla Hrund fari fram í þingkosningunum á næsta ári. Hún gaf þeim sögusögnum byr undir báða vængi í Vikulokunum á Rás 1 á dögunum.

Hrafnarnir velta fyrir sér hvaða flokkur hreppir krafta Höllu. Miðað við orðræðu hennar í forsetakosningunum eru Vinstri grænir líklegasti kosturinn en þar sem flokkurinn mun mögulega þurrkast út af þingi eru litlar líkur á að Halla endi þar. Hrafnarnir reikna því með að Samfylkingin verði fyrir valinu.

Annar sem söðlaði um nýverið, Þórður Snær Júlíusson, hefur einnig verið orðaður við flokkinn. Lítill fugl hvíslaði þó að hröfnunum að Þórði hugnist betur sæti á lista Pírata.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.