Spretthópur Steingríms J. Sigurðssonar leggur einnig til að afurðastöðvum í kjötiðnaði verði heimilt að eiga í samstarfi svo hægt verði að standa vörð um hag bænda gagnvart neytendum og skattgreiðendum.
Þetta er mál sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lengi haldið á lofti og lagt til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Hröfnunum þykir merkilegt hvernig stjórnmálamönnum þykir yfirleitt rétt að bregðast við meintum vanda íslensks landbúnaðar með því að minnka samkeppni og nýsköpun.
Þetta er yfirleitt gert undir flaggi fæðuöryggis. Hrafnarnir vita að fæðuöryggi verður ekki tryggt með öruggu aðgengi að rándýrum feitum kubbasteikum í karrí og vakúmpökkuðum þurrkrydduðum lærissneiðum. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Samkeppniseftirlitið bregst við þessum tillögum.
Huginn og muninn er skoðanadálkur en þessi birtist íViðskiptablaðinu 16. júní 2022.