Hrafnarnir eru tíðir gestir í baðherbergi Andrésar Jónssonar og miklir aðdáendur hlaðvarpsins sem hann heldur úti með Þórhalli Gunnarssyni.
Það er ekki síst innsæi þess síðarnefnda sem halda athygli hrafnanna. Fyrir helgi kynnti Þórhallur fyrir hlustendum sínum áhugaverða nálgun á fjárfestingar í hlutabréfum. Þórhallur að eigin sögn styðst við svokallaðar stemmningsfjárfestingar – það er að segja að maður eigi að kaupa í fyrirtækjum þar sem er áberandi góð stemmning yfir.
Samkvæmt þeim félögum er stemmarinn óvíða betri en hjá Hermanni Björnssyni, Þórði Pálssyni og hinum flippkisunum í Sjóva, sem er einmitt styrkaraðil hlaðvarpsins. Hröfnunum hlakkar mikið til að fjármálafakírar þessa lands þróa þessa hugmyndafræði Þórhalls áfram og að S/H-hlutfall skráðra fyrirtækja verði að ómissandi greiningartóli á markaði – það er reiknað virði stemmara á hvert hlutabréf.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.