Matsfyrirtæki sem sérhæfa sig í mati á umhverfis-, félags- og stjórnunarþáttum í rekstri fyrirtækja hafa haft mikil áhrif á fjárfesta og fjárfestingaákvarðanir. Alls hafa 3.000 fjárfestar sem eiga yfir 100 milljarða dala í sameinuðum sjóðum undirritað skuldbindingu um að samþætta UFS upplýsingar við fjárfestingarákvarðanir sínar skv. PRI frá 2020. Hugtakið „sjálfbærar fjárfestingar“ hefur vaxið ásmegin og mikið innstreymi hefur verið í verðbréfasjóði sem fjárfesta með hliðsjón af UFS mati. Vegna þessarar þróunar reiða sífellt fleiri fjárfestar sig á UFS-mat þriðja aðila á árangri fyrirtækja í UFS málum. Þessi þróun er undirbyggð á fræðilegum rannsóknum þess efnis að UFS-mat við greiningu á fjárfestingakostum skili virðisauka. Rökleiðslan er að UFS skili virðisauka og þar af leiðandi hefur slíkt mat í auknum mæli áhrif á ákvarðanir og getur haft víðtæk áhrif á eignaverð og stefnu fyrirtækja.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði