Ragnar Þór Ingólfsson formaður verður oddviti Flokks fólksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Það fyrsta sem hröfnunum datt í hug þegar þeir heyrðu þessi tíðindi var að hægt væri að líta á framboðið sem skaðaminnkunarúrræði á vinnumarkaði. Ögmundur Jónasson var formaður BSRB þegar hann var kjörinn á þing en þáði ekki laun frá verkalýðsfélaginu meðan á þingsetunni stóð. Það ætlar Ragnar hins vegar að gera en hann segist ekki biðja um leyfi frá formannsstörfum VR komist hann á þing.
Þetta þýðir þá að Ragnar verði með tæplega fjórar milljónir á mánuði nái hann kjöri. Annars kemur ekki á óvart að Ragnar taki sæti á lista Flokks fólksins. Hann hefur unnið náið með Ásthildi Lóu Þórsdóttur þingmanni flokksins á kjörtímabilinu og hafa þau meðal annars barist fyrir því að hástafir fái sinn verðskuldaða sess í íslenskri umræðuhefð.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 23. október 2024.