Skortsala leiðir til skilvirkari verðmyndunar, eykur seljanleika sem minnkar viðskiptakostnað og eykur stöðugleika á mörkuðum þar sem hún dregur úr sveiflum. Þrátt fyrir öll þessi jákvæðu áhrif, sem veita öfluga fjárfestavernd, hefur umræða um skortsölu oftar en ekki verið á þá leið að reynt er að gera hana tortryggilega og hún litin hornauga. Rökin þar á bak við hafa m.a. verið á þá leið að skortsala keyri niður eignaverð að ósekju, auki á sveiflur, auki mögulega líkur á markaðsmisnotkun og sumir jafnvel gengið svo langt að halda því fram að hún skapi siðferðisvanda, þar sem hvati skapist til þess að tala niður hlutabréf.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði