Greint var frá því í vikunni að eftirmaður Þórólfs Guðnasonar, fráfarandi sóttvarnalæknis, væri fundinn. Guðrún Aspelund tekur við embætti Þórólfs í haust. Gárungarnir voru snöggir til eins og vanalega. Nýjum afbrigðum við „ég geng um gólf fyrir Þórólf“ var hent á lofti á samfélagsmiðlum. Má þar nefna slagorðin „ég fer á fjarfund fyrir Aspelund“ og „ég sleppi því að fara í sund fyrir Aspelund“.

Til að taka þrælslund landans á næsta stig væri auðvitað kjörið að semja slagorð í nafni sem flestra embættis- og ráðamanna. Slagorð á vegum hins opinbera hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem verkfæri til að þjappa þjóðum saman.

„Þreyjum þorrann fyrir Snorrann“ gæti verið baráttuóp þeirra sem berjast fyrir aukinni skattheimtu og víðtækari rannsóknarheimildum embættis ríkisskattstjóra.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði